The boyz

The girlz

© big-nasty group

föstudagur, mars 23, 2007


Vá vá ví vá....

....eins og einhver sagði. Það er búið að vera madness mikið að gera hjá mér í vinnunni og svo er maður að reyna að standsetja Freyjugötuna þess á milli. Það gengur ekki upp þegar maður er að koma úr vinnu seint á kvöldin. Ef ég bara gæti sagt að það væri eitthvað að fara að róast hjá mér á næstunni, lítur síður en svo út fyrir það.

Laugar á morgnanna. Búinn að vera duglegur að rífa mig úr rekkju og taka á því í ræktinni svo er maður líka eldhress yfir daginn fyrir vikið.

Að öðru leiti hefur lífið gengið sinn vanagang, fyrir utan kannski smá hliðarspor um daginn.

Maður reynir að komast í bolta öðru hvoru. Ég er búinn að plana veiði í sumar með félögunum og svo er tveggja vikna skíðaferð með fjölskyldunni um jólin. Þetta eru þau frí sem að eru framundan.

Árshátíð Kaupþings var algjör snilld.

Birgir klukkan 00:13
mánudagur, mars 19, 2007

.....biðst afsökunar á að hafa ekki bloggað í langan tíma. Er varla að nenna þessu lengur.

Birgir klukkan 20:34
mánudagur, febrúar 26, 2007


Það er alltaf fjör þegar Böbbi er að flytja. Það vita flestir sem að hafa fengið að taka þátt í slíkum flutningum. Nú er svo komið að það hefur verið hafist handa að setja í kassa, pakka oní töskur og henda því sem að ekki er lengur nothæft. Á næstu dögum verður svo hóað í skemmtilega fólkið og það fengið til þess að taka þátt í flutningum. Blessunarlega er ekki um mikið af húsgögnum að ræða. Þeir sem að eru svo lánssamir að fá að taka þátt í flutningunum fá að verðlaunum að svolgra í sig eldheitri lummu og ísköldum björ fyrir vel unnin störf.

Þú veist hver þú ert. Expect the call....

Birgir klukkan 23:40
sunnudagur, febrúar 18, 2007



Stjórn H39 hefur tekið ákvörðun um að næstu 3 þriðjudagskvöld verða Godfather kvöld í samstarfi við Videoleiguna á Klappastíg. Það þarf að skipuleggja þetta mjög vel og ekkert sem að má fara úrskeiðis. Áhugasamir geta sett sig í samband við staðarhaldara.

Annars er Guffi e-h sár yfir því að ég var ekki nógu duglegur að mæta í ræktina í síðustu viku. Ég bæti honum það upp í þessari viku. Ristin ætti að vera komin í lag eftir boltann síðasta föstudag.

Boston Legal að byrja, má ekki vera að þessu.

Birgir klukkan 21:20
miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Ég get verið sammála öllu sem að þeir segja...

Birgir klukkan 22:01



Sá einhver Kastljós á þriðjudagskvöldið. Ragnheiður framkvæmdi tilraun á útvarpsmanni með því að prufa að láta hann keyra í ökuhermi edrú og svo ofurölvaðan. Svo var tekið viðtal við hann í síðarnefndu ástandinu. Frekar fyndið. Þið getið horft á þetta hér.

Íbúðarmál eru komin á hreint. Þann 1. mars (afmælisdagur Bjössa) verður flutt á Freyjugötu 1 (F1). Hægt að skoða staðsetningu hér. Það verður áframhaldandi sambúð milli mín og Villa. Þessi íbúð er reyndar töluvert stærri en H39 eða samtals 120 m2. Eina vandamálið sem að blasir við núna er skortur á húsgögnum. Spurning um að breyta annari stofunni bara í poolherbergi. Þá er þetta komið nær því að vera alvöru félagsmiðstöð. Spurning um að ráða Jökulinn í fullt starf á F1.

ATH, á myndinni sem að fylgir þessu bloggi sjást gluggarnir á íbúðinni umræddu.

Birgir klukkan 20:37
fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Að púlla Ara...

...heytir hér eftir "að púlla gummajoh" (Allt með littlum). Ari Tómasson, til hamingju með að vera laus við að vera þekktur sem beilerinn. gummijoh, farðu varlega með tiltilinn.

Birgir klukkan 22:50
miðvikudagur, febrúar 07, 2007



Þá er skólinn byrjaður aftur. 3. hluti af jafn mörgum í löggildingunni. Fyrsti tíminn var ógeðslega leiðinlegur. Nánast bara verið að fara yfir lög um fjármálafyrirtæki. 169 manns skráðir, mikið af skemmtilegu fólki þarna. Þá er bara að massa þetta og þá er maður orðinn löggildur verðbréfamiðlari. Ekki það að starf mitt breytist á nokkurn hátt. Eða jú, ég gæti kannski orðið prókúruhafi Kaupþings.

Birgir klukkan 20:42